Umgengni um nytjastofna sjávar

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 14:40:17 (1782)

2000-11-15 14:40:17# 126. lþ. 25.6 fundur 83. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (viðurlög) fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[14:40]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Ég hef fengið eftirfarandi upplýsingar frá Fiskistofu varðandi fjórar fyrstu spurningar hv. þm. Jóhanns Ársælssonar í fyrirspurn á þskj. 83.

Svar við fyrstu spurningunni er að 17 aðilar hafa verið kærðir til lögreglu vegna brots á 2. gr. laga nr. 57/1996. Fiskistofu er kunnugt um að þrír aðilar hafa verið ákærðir af ákæruvaldinu fyrir brot á þessari lagagrein.

2. Fiskistofu er ekki kunnugt um að refsidómar hafi fallið fyrir brot á 2. gr. laga nr. 57/1996.

3. Í einu tilviki.

4. Í einu tilviki.

Varðandi 5. lið fyrirspurnarinnar þá eru markmiðsákvæðin í 1 gr. laga nr. 57/1996 tvenns konar. Annars vegar að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og í öðru lagi að stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti.

Ég hef ekki forsendur til að meta fyrra markmiðið. Ekki hafa farið fram athuganir á því sérstaklega hvernig ástandið var áður en lögin tóku gildi og þar af leiðandi ekki upplýsingar til að bera það saman við ástandið sem ríkt hefur eftir að lögin tóku gildi. Hins vegar gæti hugsast að út úr starfi verkefnisstjórnar sem er að kanna brottkast, gætu komið upplýsingar sem gætu gert mér kleift að meta þennan þátt markmiðsgreinarinnar.

Varðandi 2. lið markmiðsgreinarinnar tel ég að starf Fiskistofu stuðli að því að nytjastofnar sjávar verði nýttir með sjálfbærum hætti. Ég held engan vafa á því að starf stofnunarinnar sé þess eðlis að ég gæti svarað þessu á þennan hátt.