Gagnagrunnur um jarðir á Íslandi

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 14:54:38 (1787)

2000-11-15 14:54:38# 126. lþ. 25.7 fundur 153. mál: #A gagnagrunnur um jarðir á Íslandi# fsp. (til munnl.) frá landbrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[14:54]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Það er erfitt að koma upp eftir svona prestlega ræðu sem hér hefur verið flutt. Ég vil fagna öllu því fallega sem þar hefur verið sagt af hæstv. ráðherra og vona að hann breyti því öllu í framkvæmdir og verk.

Herra forseti. Varðandi það mál sem hér er á dagskrá er ekkert af því sem hann taldi upp í lýsingu á verkefninu sem ætti að hindra að það gæti flust að Hólum í Hjaltadal, síður en svo. Hann lýsti þessu verkefni sem metnaðarfullu og góðu og á Hólum eru tækni og mannskapur til að takast á við þetta verkefni. Það vill einmitt svo til að á vegum Landgræðslunnar, í samstarfi við Hólaskóla og Skógræktina, er einmitt ein miðstöð kortagerðar og úttektar á jörðum varðandi landgæði. Það verk sem hér er verið að tíunda fellur afar vel að því sem þar er þegar kominn grunnur að ekkert af því sem hæstv. ráðherrann taldi hér upp mælir því gegn því heldur með því og ég skora á hæstv. ráðherra að flytja þessi verkefni að Hólum.