Miðlægur gagnagrunnur lyfjanotkunar

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 15:23:28 (1801)

2000-11-15 15:23:28# 126. lþ. 25.9 fundur 221. mál: #A miðlægur gagnagrunnur lyfjanotkunar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Varðandi síðustu fyrirspurn hv. þm., um hvort þetta verði tengt öðrum gagnagrunnum, þá er það ekki fyrirhugað. Við förum eftir danska kerfinu ef það verður tekið upp. Þá verður það meginstoðin varðandi endurgreiðslukerfið líka og í þeim grunni eru öll lyfseðilsskyld lyf. Hann yrði ekki tengdur öðrum grunni. Ég held að fyrirspurninni sé svarað, að hér hafi það komið fram sem spurt var um, hvort hér væri um persónuupplýsingar að ræða. Svo er ekki og ég held að það hafi verið meginatriðið. Ég hef þegar svarað hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur með því svari sem ég gaf hv. þm. Þuríði Backman.