Launagreiðslur fanga

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 16:12:09 (1823)

2000-11-15 16:12:09# 126. lþ. 25.14 fundur 134. mál: #A launagreiðslur fanga# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[16:12]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég kem upp til að fagna því að fangar fá greidd laun í námi, (Gripið fram í: Þóknun.) já eða þóknun, hv. þm., en margir fangar á Litla-Hrauni hafa stundað nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefur það samstarf gengið afar vel. Bæði nýta þeir tímann vel og afla sér menntunar sem gerir þá að betri þjóðfélagsþegnum og gerir þeim kleift að fóta sig á ný úti í samfélaginu. Ég tel að það sé afar mikilvægt samstarf sem þarna hefur verið í mörg ár.