Launagreiðslur fanga

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 16:12:55 (1824)

2000-11-15 16:12:55# 126. lþ. 25.14 fundur 134. mál: #A launagreiðslur fanga# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., LB
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[16:12]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Margréti Frímannsdóttur fyrir að bera þessar spurningar upp við hæstv. dómsmrh. En mig langaði aðeins til að velta því upp við hæstv. dómsmrh. hvort það væri þannig að menn litu svo á að sú vinna sem fram færi í fangelsunum væri hluti af refsivistinni. Það hlýtur að vera sérstakt þar sem dómstólar dæma um refsingu ef menn eru síðan skyldaðir til ákveðinnar starfsemi í fangelsunum og í beinu framhaldi af því er það Fangelsismálastofnunin sem tekur ákvörðun um hvað þeir þiggja í laun. Þetta minnir mig á, virðulegi forseti, ýmsa starfsemi sem fór fram fyrr á öldum víða sem er ekki ástæða til þess að hafa eftir hér.