Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1999

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 10:51:54 (1831)

2000-11-16 10:51:54# 126. lþ. 26.3 fundur 117#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1999# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[10:51]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mér er ljúft að svara þeim spurnigum sem beint var til mín. Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþingi, forseta Alþingis og forsn. fyrir þess hönd. Að sjálfsögðu er opið að taka upp málefni Ríkisendurskoðunar á Alþingi ef þingmenn kjósa.

Ég var spurður hverjir væru til andsvara um rekstur ríkisins. Það er að sjálfsögðu fjmrh. og eftir atvikum einstakir fagráðherrar ef stofnanir heyra undir þá. Um einstaka skýrslur um rekstur ríkisins er það að segja að þær hafa eftir atvikum verið teknar til umræðu og athugunar. Ýmist hefur verið beint fyrirspurn eða gerðar athugasemdir við einstaka ráðherra eða þá að skýrslur hafa verið teknar til athugunar hjá einstökum nefndum, t.d. efh.- og viðskn. eins og ég gat um í ræðu minni.