Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1999

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 11:14:28 (1836)

2000-11-16 11:14:28# 126. lþ. 26.3 fundur 117#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1999# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[11:14]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vil að gefnu tilefni taka fram að skilningur minn er sá að þau atriði sem hv. þm. vék að eiga eðlilega að koma til athugunar og umræðu við afgreiðslu ríkisreiknings á hinu háa Alþingi við afgreiðslu fjáraukalaga eða eftir atvikum fjárlaga. Ég tel á hinn bóginn að þau atriði varði ekki það mál sem er til umræðu sem er starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir árið 1999. Við erum að ræða um þá stofnun og vinnubrögð hennar en á hinn bóginn eru ekki til umræðu önnur fyrirtæki, stofnanir sem heyra undir ríkið og rekstur þess. Sá er skilningur minn. Af þeim sökum hef ég ekki farið efnislega út í að gera grein fyrir afkomu ríkissjóðs í heild sinni eða vikið að málefnum einstakra stofnana eða fyrirtækja og eru þó þar mörg áhugaverð efni sem væri kannski rétt væri að víkja að síðar.