Skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 15:27:27 (1885)

2000-11-16 15:27:27# 126. lþ. 26.4 fundur 118#B skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[15:27]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. 14. gr. laga um skipulag ferðamála hljóðar svo, upphaf hennar, með leyfi hæstv. forseta:

,,Þeim viðskiptavinum viðkomandi ferðaskrifstofu sem þegar eru í alferð, hvort sem um er að ræða alferð innan lands eða utan, skal gert kleift að ljúka ferð sinni. Í því felst að allt það sem viðskiptavinur hefur þegar greitt og er í samræmi við fyrir fram ákveðna alferð, hvort sem um flutning, gistingu eða aðra fyrir fram greidda hluta ferðar er að ræða, skal greiða af tryggingarfé svo að honum sé gert kleift að ljúka ferð sinni. Hins vegar er ekki skylt að greiða það sem viðskiptavinur kaupir aukalega, þ.e. hluta ferðar sem ekki teljast til fyrir fram ákveðinnar alferðar.``

Hér er kveðið alveg skýrt á um að tryggingarféð skuli renna til þess framar öðru að tryggja heimferð viðskiptavina.