Tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 18:37:58 (1935)

2000-11-16 18:37:58# 126. lþ. 26.8 fundur 9. mál: #A tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins# þál., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[18:37]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra talaði um það hér áðan að til þess að þetta mál gæti náð fram að ganga þyrfti að ná virkjunarleyfinu af Landsvirkjun.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé ekki einna helst í verkahring hennar sem slíks að gangast fyrir því og hvort hæstv. ráðherra muni þá ekki beita sér fyrir því að semja við Landsvirkjun um að leyfið verði fellt niður því öllum Íslendingum er orðið ljóst að þarna verður ekki virkjað. Það væri kannski réttast að hæstv. umhvrh. gengi fram fyrir skjöldu í því að taka til baka hugmyndir sem voru um að virkja á þessu svæði.