Tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 18:41:00 (1938)

2000-11-16 18:41:00# 126. lþ. 26.8 fundur 9. mál: #A tilnefning Eyjabakka sem votlendissvæðis á skrá Ramsar-samningsins# þál., Flm. KolH
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[18:41]

Flm. (Kolbrún Halldórsdóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka þá umræðu sem hefur orðið hér um þessa þáltill. Ég vil líka þakka hæstv. umhvrh. fyrir að hafa verið við umræðuna og taka þátt í henni á þann hátt sem hún gerði. Ég vil þakka hæstv. umhvrh. fyrir að benda okkur á þetta með virkjanaleyfið. Það er lítið mál að flytja hér tillögu þess efnis að þetta virkjanaleyfi verði afnumið og það verður eflaust hugsað vel. Ég er sjálf þeirrar trúar að hæstv. umhvrh. eigi eftir að snúast á sveif með okkur og leggja þessu máli lið á endanum. Ég held að það yrði íslensku þjóðinni til afar mikils sóma ef Eyjabakkar yrðu tilnefndir á þessa merkilegu alþjóðlegu Ramsar-skrá.

Ég ítreka þakkir fyrir þær umræður sem hér hafa átt sér stað.