Jöfnun flutningskostnaðar á sementi

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 13:42:45 (1997)

2000-11-21 13:42:45# 126. lþ. 28.4 fundur 214. mál: #A jöfnun flutningskostnaðar á sementi# (stjórnarmenn o.fl.) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[13:42]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur náttúrlega tækifæri til að koma fram með sjónarmið sín í hv. efh.- og viðskn. þar sem hann á sæti. (PHB: Nei, nei.) Nú, á hann ekki lengur þar sæti? Jæja, en ég vænti þó að hann sitji enn í þingflokki sjálfstæðismanna. Þar hafa þessi mál örugglega verið rædd því að þetta er stjfrv. sem flutt er af ríkisstjórn þó að sú sem hér stendur sé ábyrg fyrir málinu en ég er eins og ég lét koma fram áðan algerlega ósammála hv. þm. Fyrr má nú vera markaðshugsun ef það er eingöngu markaðurinn sem á að ráða öllum hlutum. Þetta er alveg dæmalaust að hv. þm. skuli geta haft þessa skoðun og vera Íslendingur.