Verðbréfaviðskipti

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 15:21:05 (2014)

2000-11-21 15:21:05# 126. lþ. 28.5 fundur 233. mál: #A verðbréfaviðskipti# (útboð og innherjaviðskipti) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[15:21]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Út af því sem kom fram hjá hv. þm. þá hitti hann naglann á höfuðið þegar hann svaraði sjálfum sér og sagði sem svo: Kannski er þetta ekki hægt, eða eitthvað slíkt.

Þetta verður að fara eftir eðli máls hverju sinni. Það er ekki hægt að tiltaka sérstaklega fjármálafyrirtæki frekar en endurskoðendur eða aðra aðila. Þetta er einfaldlega þannig að ef starfsmenn búa yfir trúnaðarupplýsingum þá eru þeir innherjar, í þeim tilfellum sem slíkar upplýsingar geta verið hættulegar eða eiga ekki við í þeim viðskiptum sem eiga sér stað. Það getur vel verið að þarna megi kveða sterkar að orði en niðurstaðan í ráðuneytinu var að við teljum að þetta sé í samræmi við það sem annars staðar tíðkast. Þess vegna er þetta sett fram með þessum hætti. Ef hv. þm. hefur einhverja snjalla útfærslu sem hann vill koma á framfæri þá verður hún að sjálfsögðu skoðuð.