Verðbréfaviðskipti

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 15:57:28 (2022)

2000-11-21 15:57:28# 126. lþ. 28.5 fundur 233. mál: #A verðbréfaviðskipti# (útboð og innherjaviðskipti) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[15:57]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er einmitt þannig að Fjármálaeftirlitið getur krafist þess af fyrirtækjum að þau setji sér reglur. (Gripið fram í: Sambærilegar?) Já, og verðbréfafyrirtæki geta ekki sniðgengið reglur sem Fjármálaeftirlitið setur. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt atriði.

Út af því sem kom fram hjá hv. þm., þó að mér leyfist kannski ekki í þessu svari að koma inn á aðra ræðu, en af því að við erum að tala um Fjármálaeftirlitið þá vil ég að það komi fram að það fær mjög aukið hlutverk með þessum lögum og það kemur líka fram í frv. og eins í umsögn fjmrn. Það er því ekki nokkur vafi að Fjármálaeftirlitið er mjög mikilvæg stofnun til þess að hafa markaðinn þannig að sómi sé að. Það er svo sannarlega von mín að þetta frv., verði það að lögum, verði liður í því að gera markaðinn, og vinnubrögðin sérstaklega, þannig að við getum öll verið stolt af honum.