Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 21:00:14 (2070)

2000-11-21 21:00:14# 126. lþ. 28.8 fundur 242. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[21:00]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Mér hefur aldrei dottið í hug að það væri neitt vit að færa þennan málaflokk til nema í góðu samkomulagi, bæði við samtök fatlaðra og sveitarfélögin í landinu. Við skulum ekki reyna það nema það sé ágætt samkomulag. Ég tel hins vegar að þessi umsögn frá í sumar frá Öryrkjabandalaginu hafi kannski ekki byggst á réttustu forsendunum, þ.e. þeir hafi verið svartsýnir á fjármuni til málaflokksins, búist við því að málaflokknum væri betur komið hjá ríkinu en sveitarfélögunum vegna þess að ríkið mundi ekki láta með honum þá peninga sem þyrfti.

Ég tel að ekki sé nauðsynlegt að ræða réttindagæslufrumvarpið með þessu máli, ekkert endilega. Réttindagæslufrumvarpið er óbreytt. Ég get upplýst að það er flutt óbreytt frá því sem það var er það var lagt fram í fyrra.