Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 23:13:18 (2095)

2000-11-21 23:13:18# 126. lþ. 28.8 fundur 242. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[23:13]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að farsæla niðurstaðan væri sú að þetta gengi fram. Ég tel að mikil vinna og alúð hafi verið lögð í málið. Það hefur tekist vel þar sem málaflokkurinn hefur verið fluttur til sveitarfélaganna, vakið almenna ánægju og þar af leiðandi teldi ég það spor aftur á bak ef niðurstaða Alþingis yrði að hætta við.

Ég held að það sé ekki ráðið að seinka enn og aftur gildistöku. Ég held að við verðum annaðhvort að taka þetta skref eða ákveða að hætta við. Ég er ekki að segja að ein samtök eða eitt sveitarfélag eigi að hafa neitunarvald í þessu máli. Ég er að segja að ef Alþingi metur það svo, að fengnu áliti þeirra sem málið mest varðar, þ.e. sveitarfélaganna, samtaka fatlaðra og samtaka aðstandenda fatlaðra, þá sé best að láta hér staðar numið og slá þetta mál af.