Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 23:18:16 (2100)

2000-11-21 23:18:16# 126. lþ. 28.8 fundur 242. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[23:18]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er ágætt að trúa því að biðlistar verði úr sögunni á næstu þremur árum. Ég vona svo sannarlega að svo verði. Aftur á móti er það rétt sem fram kom hjá hæstv. ráðherra að það hefur ekki verið farið eftir áætlun biðlistanefndarinnar, það er alveg klárt, sérstaklega hvað varðar höfuðborgarsvæðið. Í Reykjavík hefur ekki verið staðið við það.

Ég minni á að Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur verið skertur á hverju ári í tíð hæstv. ráðherra. Sú reynsla gerir það að verkum að maður hefur áhyggjur af því að þetta muni ekki ganga eftir. En svo sannarlega, herra forseti, vona ég að biðlistar verði úr sögunni innan þriggja ára.