2000-11-22 00:00:12# 126. lþ. 28.13 fundur 215. mál: #A stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum# (gildistími) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[24:00]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru athyglisverðar umræður sem fara hér fram milli þeirra hv. þm. Guðjóns A. Kristjánssonar og Steingríms J. Sigfússonar og aldrei að vita nema ég dragi einhvern lærdóm af þeim.

En varðandi spurninguna sem til mín var beint veit ég auðvitað ekki hver niðurstaðan af störfum endurskoðunarnefndarinnar verður. Það er auðvitað hugsanlegt að sú niðurstaða verði á einhvern þann veg að talið verði skynsamlegt og til samræmis að breyta líka úthafsveiðilögunum. Hins vegar er ekki endilega víst að svo verði en það gæti auðvitað átt sér stað. Aftur á móti er ekki fyrirhuguð nein sérstök heildarendurskoðun á úthafsveiðilögunum. Eins og ég sagði þá liggur niðurstaða nefndarinnar ekki fyrir. Hún gæti verið þess eðlis, þó að það sé ekki víst, að leitt gæti til þess að lagðar verði til breytingar á úthafsveiðilögunum.