Umferðaröryggismál

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 13:48:15 (2130)

2000-11-22 13:48:15# 126. lþ. 30.1 fundur 84. mál: #A umferðaröryggismál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[13:48]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Mörg og mjög alvarleg umferðarslys hafa orðið á þessu ári sem ættu að verða okkur öllum áminning um að haga okkur betur í umferðinni. Það er áberandi mikið agaleysi og of mikill hraði, ekki eru gefin stefnuljós þannig að virðingin gagnvart öðrum er afskaplega takmörkuð. Það eru allt of margir óábyrgir í umferðinni og verðum við öll að taka á þessu.

Mörg slys hafa orðið vegna þess að lausaganga búfjár er ekki alls staðar bönnuð. Ég held að kominn sé tími til að lausaganga búfjár verði bönnuð alls staðar á landinu, ekki bara í sumum sveitarfélögum heldur í öllum.