Umferðaröryggismál

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 13:52:24 (2134)

2000-11-22 13:52:24# 126. lþ. 30.1 fundur 84. mál: #A umferðaröryggismál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÁMöl
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[13:52]

Ásta Möller:

Virðulegi forseti. Það kom fram í máli hv. þm. Jóhanns Ársælssonar að eitt helsta áhyggjuefnið á Vesturlandi væri lausaganga búfjár og slysashætta af því. Það er alveg ljóst að það á ekki að þurfa lögreglu til þess að reka búfénaðinn af vegunum enda hefur verið gerð tilraun til þess á Vesturlandi að fá sérstakan mann til að reka féð af vegunum til að skapa minni hættu. Ég held að ekki þurfi að argast í því að það vanti lögreglu varðandi það atriði.