Skógræktarverkefni á Austurlandi

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 15:48:19 (2182)

2000-11-22 15:48:19# 126. lþ. 30.10 fundur 277. mál: #A skógræktarverkefni á Austurlandi# fsp. (til munnl.) frá landbrh., landbrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[15:48]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Auðvitað tek ég undir það að mikilvægt er að tryggja fjármagnið, en ég vil segja hvað varðar landshlutabundnu skógræktarverkefnin að ég held að mjög mikilvægt sé að keyra þau eftir langtímaáætlun, þess vegna samningum, til þess að menn viti við hvað þeir búi og það sé ekki alltaf ákvörðun hvers þings sem ræður úrslitum um framhaldið og menn séu í óvissu um hvort þetta verði skorið af. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt, bæði í landgræðslu og skógrækt, að ræða á Alþingi langtímaáætlun í þessum efnum.