Flóttamenn

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 15:18:02 (2192)

2000-11-27 15:18:02# 126. lþ. 32.1 fundur 139#B flóttamenn# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil andmæla því að hér sé staðið undarlega að málum og varðandi það frv. sem fyrirspyrjandi spyr um, þá vænti ég þess að það komi inn í þingsalinn núna á næstu dögum, jafnvel í næstu viku.

Ég vil taka skýrt fram út af fullyrðingum hv. fyrirspyrjanda að ekki er rétt að hælisleitendur og aðrir fái ekki afhenta úrskurði hjá útlendingaeftirlitinu. Það er einmitt þannig að þeir fá slíka úrskurði afhenta eða talsmenn þeirra en hins vegar á almenningur ekki rétt á slíkum upplýsingum. Það byggist m.a. á ákvæðum í lögum um eftirlit með útlendingum frá 1965, í mannréttindasáttmála Evrópu og upplýsingalögunum.