Arkitektanám á Íslandi

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 15:42:06 (2209)

2000-11-27 15:42:06# 126. lþ. 32.1 fundur 142#B arkitektanám á Íslandi# (óundirbúin fsp.), BH
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[15:42]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég fagna því. Ef ég met svar hæstv. menntmrh. rétt þá lítur hann svo á að líklega verði niðurstaðan sú að samið verði við Háskóla Íslands um að þar verði sett á stofn sérstök arkitektadeild sem ég tel vera mjög æskilegt í ljósi þess að það er það sem fagaðilarnir sjálfir hafa óskað eftir. En mér fannst ekki liggja nægilega ljóst fyrir í svari hæstv. ráðherra hvort það væri í raun og veru áform menntmrn. að námið yrði vistað við Háskóla Íslands frekar en að það yrði vistað einhvers staðar annars staðar eins og við Listaháskóla Íslands.

Ég vil gjarnan fá skýrara svar frá hæstv. menntmrh. hver væri stefna ráðuneytisins í þessum efnum.