Skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 14:13:35 (2275)

2000-11-28 14:13:35# 126. lþ. 33.91 fundur 143#B skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[14:13]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Það er einfaldlega svo að við hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir erum ekki sammála í þessu máli. Mér finnst hafa verið mjög eðlilega og lipurlega að verki staðið af hálfu meiri hlutans í efh.- og viðskn. eins og ég hef rakið hér. Það er svigrúm til að skoða málið frekar ef tilefni er til og stjórnarandstaðan verður einfaldlega að sætta sig við að það er meiri hluti á þinginu --- sjálfstæðismanna og framsóknarmanna.