Skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 14:14:18 (2276)

2000-11-28 14:14:18# 126. lþ. 33.91 fundur 143#B skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[14:14]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Það er meiri hluti á Alþingi --- sjálfstæðismanna og framsóknarmanna --- og það hefur ekki farið fram hjá okkur hinum.

En, herra forseti, það sem er dregið fram í umræðunni er þetta: Efnislegri umræðu í nefnd er lokið. Sjálfstfl. og Framsfl. ákveða að efnislegri umfjöllun sé lokið, ekki vegna þess að gögn eru að koma fram sem nauðsynlegt er að skoða eða sjálfsagt er við fagleg vinnubrögð að gefa sér tíma í. Nei, efnislegri umfjöllun er lokið þegar Sjálfstfl. og Framsfl., hinn mikli meiri hluti, hefur tekið ákvörðun.

Ég ætla bara að benda á það að á þessum morgni heldur ASÍ blaðamannafund vegna þess sem er að gerast hér og vegna þess sem þeir sjá að gerist hjá hópum innan þeirra raða.

En meiri hlutanum hér, hinum mikla meiri hluta Sjálfstfl. og Framsfl., kemur það ekkert við. Efnislegri umfjöllun í efh.- og viðskn. er lokið. Nú skal taka til við 2. umr. og það er boðað náðarsamlegast að við tökum málið e.t.v. til skoðunar milli 2. og 3. umr.

Herra forseti. Ég vek athygli á þeim upplýsingum sem hafa komið fram.