Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:15:41 (2328)

2000-11-28 21:15:41# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:15]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir það með hæstv. ráðherra að bæði vatn og gleði eru mikilvæg í lífi fólks eins og fram kom í máli hans. En við erum ekki sammála, herra forseti, um hvort það skuli vera á hendi hæstv. landbrh. að sinna þessu verkefni eins og verið hefur, þó að ekki hafi verið veittir styrkir til þess á undanförnum tveimur árum. Þetta á að vera á hendi landbrn. Það er okkar mat og að ástæðulaust sé að að íþyngja Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í þessum efnum þó ekki sé nema um 25 millj. Þarna á jöfnunarsjóðurinn að veita einstaklingsaðstoð sem er stílbrot og Bændasamtökin eru gerð að ígildi sveitarfélags með því að láta það ráðslaga um hvað fer út úr jöfnunarsjóðnum, sem er náttúrlega fáránlegt. Hæstv. ráðherra ætti auðvitað að sjá það og sjá til að stuðningur við dreifbýlisbúa, bændur sem búa fjarri veitum, komi frá ráðuneyti hans, landbrn., en ekki ýta þessu frá sér yfir í félmrn. Það er ástæðulaust.