Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:21:09 (2332)

2000-11-28 21:21:09# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:21]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Svona má lengi seilast í jöfnunarsjóðinn ef menn tala alltaf um að 25 millj. eða hvaða upphæð það er séu smáaurar.

Herra forseti. Ég minni á hvernig tillagan hljóðar:

,,Þar sem svo háttar til að hagkvæmara er að mati sveitarstjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli ...`` o.s.frv.

Orðalagið gefur það til kynna að hægt sé að ýta verkefnum frá sér ef sveitarstjórnin telur sig ekki geta tekist á við þau, þetta er alltaf matsatriði.

Ég fer ekki ofan af því, herra forseti, að í þeim fáu tilvikum að menn þurfa sérstaka vatnsöflun þá eigi landbrn. að styrkja það en ekki Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Það er bjargföst skoðun mín.