Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:47:26 (2341)

2000-11-28 21:47:26# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:47]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég harma að hv. þm. skuli þjást af minnisleysi. Hún hefur greinilega ekki nema skammtímaminni. Árið 1991 var hv. þm. félmrh. í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. (Gripið fram í: Hún sagði af sér.) Sagði hún af sér? Hún flúði af hólmi. Hún gat ekki ráðið við verkefnin. Síðan er hv. þm. að hrósa sér af jöfnunarsjóðnum. Ég mundi nú gleyma því í sporum hennar þótt þar sé margt gott inni.

Ég vil enn og aftur minna hv. þm. á þegar félmrn. lagði á sveitarfélögin framlög í Atvinnuleysistryggingasjóð og löggæsluskatt og annað, sem voru milli 700 og 900 milljónir að núvirði, sem voru skattar á landsmenn, bara eins og að drekka vatn.