Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:53:51 (2347)

2000-11-28 21:53:51# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:53]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. sé alveg ljóst hvað ríkisstjórnin er að gera með að hækka barnabætur. Síðan er spurning: Geta menn farið í sögulega skoðun, eins og ég var í áðan, og farið aftur á bak og áfram í málinu og hvernig þetta var? Það er alveg ljóst verið er að hækka barnabætur sem eru verulegar kjarabætur fyrir barnafólk í landinu.