Vatnsveitur sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 23:34:58 (2363)

2000-11-28 23:34:58# 126. lþ. 33.3 fundur 200. mál: #A vatnsveitur sveitarfélaga# (vatnsgjald) frv. 143/2000, Frsm. meiri hluta ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[23:34]

Frsm. meiri hluta félmn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka vegna þess sem kemur fram í nefndaráliti minni hluta félmn. að hér er um þjónustugjald að ræða eins og kemur fram í nefndaráliti meiri hlutans. Ekki er verið að gera neinar grundvallarbreytingar á lögum um vatnsveitur heldur eingöngu að færa til samræmis við tekjustofnafrv. þann hundraðshluta sem má að hámarki vera það gjald sem sveitarfélög taka til reksturs vatnsveitna. Hér er um varúðarreglu að ræða að ekki verði tekið hærra gjald en sem nemur 0,5% af álagningarstofninum. Það held ég að sé sjálfsögð varúðarregla en í lögum um vatnsveitur kemur skýrt fram að þau gjöld sem má taka til þess að reka vatnsveitur eru eingöngu þau gjöld sem nema raunkostnaði af rekstri vatnsveitnanna og sem nemur stofn- og rekstrarkostnaði og reyndar svo afskriftunum. Ég ítreka enn og aftur að hér er ekki um neina grundvallarbreytingu að ræða, eingöngu verið að færa lögin um vatnsveitur til samræmis við þær breytingar sem verið er að gera á álagningarstofni varðandi tekjustofna sveitarfélaga.