Framkvæmd þingsályktunar um varðveislu báta og skipa

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 13:37:10 (2372)

2000-11-29 13:37:10# 126. lþ. 34.1 fundur 295. mál: #A framkvæmd þingsályktunar um varðveislu báta og skipa# fsp. (til munnl.) frá forsrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 126. lþ.

[13:37]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég tel að þessum málum liggi mikið á. Enn þá fleiri slys eru að verða. Það eru ýmsir bátar og skip, sérstaklega trébátar, sem er verið að farga. Það er mjög nauðsynlegt að komið verði einhverju skikki á þessa hluti og að möguleikar verði fyrir hendi til að styðja við bakið á þeim sem vilja leggja það á sig, t.d. einstaklinga, að viðhalda slíkum skipum. Ég legg mikla áherslu á að þessu verði fylgt eftir. Nefndin gat þess eins og hæstv. ráðherra sagði áðan í greinargerð sinni að hún teldi að þetta þyrfti að leggja fram núna í haust. Ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með að það skuli ekki hafa tekist en vona svo sannarlega að menn láti þá hendur standa fram úr ermum og komi með tillöguna sem allra fyrst til Alþingis.