Endurhæfingardeild á Kristnesspítala

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 15:04:00 (2406)

2000-11-29 15:04:00# 126. lþ. 34.7 fundur 258. mál: #A endurhæfingardeild á Kristnesspítala# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 126. lþ.

[15:04]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Bæklunaraðgerðum á sjúkrahúsinu á Akureyri hefur stórfjölgað á undanförnum árum og þeir sem þangað leita eru í auknum mæli af suðursvæðinu. En þegar kemur að endurhæfingunni vill fólk vera nær sínu heimili. Þess vegna hefur endurhæfingin fyrir þá sem búa á suðursvæðinu oft verið á því svæði þó aðgerðirnar hafi farið fram á Akureyri. En það er alveg hárrétt sem hv. þm. segir. Auðvitað er það byggðamál að efla þjónustuna úti á landi og það höfum við svo sannarlega verið að gera eins og ég sagði áðan. Við höfum verið að efla hana í Neskaupstað og á Sauðárkróki og nú á Blönduósi og Kristnes hefur verið að eflast mjög hvað varðar endurhæfinguna.