Tekjustofnar sveitarfélaga

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 15:09:00 (2408)

2000-11-29 15:09:00# 126. lþ. 35.1 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 126. lþ.

[15:09]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Eins og fram kom við umræðu málsins teljum við óhjákvæmilegt að gera róttækar ráðstafanir til að bæta afkomu sveitarfélaganna og við gagnrýnum að í þessum pakka ríkisstjórnarinnar sé þar ekki nóg að gert. Við gagnrýnum ekki síður og miklu harðar þá útfærslu þeirra breytinga sem ríkisstjórnin hefur valið, einkum og sér í lagi að nota þá breytingu, þessa jafnvægisstillingaraðgerð í afkomu sveitarfélaganna og ríkisins, til að knýja fram skattahækkun að óbreyttu ef svo heldur fram sem horfir að persónufrádráttur muni lækka sérstaklega þar sem álagning tekjuskatts og útsvars samanlögð muni verða hærri á næsta ári án þess að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar í persónufrádrætti.

Þessa framkvæmd málsins gagnrýnum við mjög harðlega og munum því sitja hjá við afgreiðslu tekjustofnafrv. við 2. umr.