Tekjustofnar sveitarfélaga

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 15:11:00 (2409)

2000-11-29 15:11:00# 126. lþ. 35.1 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 126. lþ.

[15:11]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Þingmenn Frjálslynda flokksins munu styðja þær tillögur sem koma hér fram, enda mun sveitarfélögunum ekki veita af þeim tekjum sem þeim eru ætlaðar ef þau eiga að geta haldið áfram að veita fólki eðlilega þjónustu.

Við munum jafnframt styðja tillögur sem munu koma fram um að ríkið dragi úr skattheimtu sinni á móti.