Tekjustofnar sveitarfélaga

Miðvikudaginn 29. nóvember 2000, kl. 16:02:20 (2426)

2000-11-29 16:02:20# 126. lþ. 36.1 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., JónK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 126. lþ.

[16:02]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég tel að frv. sem hér er komin til lokaafgreiðslu muni styrkja stöðu sveitarfélaga og styrkja þau til að gegna sínu mikilvæga hlutverki. Þessi breyting á tekjustofnalöggjöfinni mun eyða þeim halla sveitarfélaga sem hefur verið viðvarandi síðasta áratuginn. Hún mun bæta mjög stöðu landsbyggðarsveitarfélaga og felur í sér stórkostlega skattalækkun fyrir landsbyggðina. Ég segi já.