Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:18:19 (2437)

2000-11-30 12:18:19# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:18]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Hv. þm. spurði hvort fé til námsgagnagerðar væri ekki naumt skammtað. 20 millj. kr. er allmikil fjárhæð miðað við rekstur stofnunarinnar en það mætti áreiðanlega gera betur. Mér heyrist að menn tali um aðhald og kann að vera að aðhald sé á þessu sviði en þó hefur verið komið verulega til móts við þessa fjárþörf.

Varðandi framhaldsskólann almennt hefur það reiknimódel sem framhaldsskólinn er rekinn eftir verið í endurskoðun og við munum hafa hliðsjón af þeirri endurskoðun. Niðurstöðu af vinnudeilum hefur verið mætt þegar hún liggur fyrir, það hefur ætíð verið svo. Vinnudeilur framhaldsskólakennara hafa því ekki verið á borðinu hjá okkur í fjárln.