Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 12:19:34 (2438)

2000-11-30 12:19:34# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[12:19]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hlýtur að blasa við hæstv. fjárln. að töluverður sparnaður verður á liðnum laun framhaldsskólakennara það sem eftir er ársins. Mætti kannski nota þá peninga sem ríkið sparar þannig í eitthvað skemmtilegt, eins og að styrkja námsbókagerð fyrir grunnskóla í landinu sem er lögboðið verkefni? Ég veit ekki hvað þeir ætla að gera við þessa peninga, kannski á að byggja fleiri galdramiðstöðvar. En mér fyndist a.m.k. nærtækara að nota þá í verkefni sem er lögbundið að ríkið sinni og mikið þjóðþrifamál.