Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 15:17:14 (2478)

2000-11-30 15:17:14# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. 1. minni hluta ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Össur Skarphéðinsson) (andsvar):

Herra forseti. Hvernig telur þá hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson að hefði farið með gengið og þar af leiðandi verðbólguna og sömuleiðis með kjarasamningana sem honum er svo annt um að komist ekki í uppnám? Það er kannski aukaatriði í þessu, herra forseti, en gerir hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson sér grein fyrir því að Seðlabankinn nýtur ekki sjálfstæðis? Hann er undir fagráðherra. Sá fagráðherra heitir Davíð Oddsson. Hæstv. forsrh. er í reynd æðsti yfirmaður Seðlabankans. Kemur hv. þm. í hug að vaxtaákvarðanir Seðlabankans séu teknar án samráðs við hæstv. forsrh.? Er ekki hv. þm. í reynd að segja að sá sem er ábyrgur samkvæmt hans eigin orðum fyrir viðskiptahallanum sé þar af leiðandi hæstv. forsrh.?