Fjárlög 2001

Fimmtudaginn 30. nóvember 2000, kl. 23:42:12 (2537)

2000-11-30 23:42:12# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[23:42]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hef margoft nefnt það að mér finnst vinstri menn oft hafa hópmeiningu, þeir tala alltaf um ,,við`` og ,,vér`` og ,,minn flokkur`` o.s.frv. er á þessari skoðun. Ég er ekki talsmaður Sjálfstfl., ég stend hérna einn með mína skoðun. Ég aðhyllist sjálfstæðisstefnuna og ég er að mestu leyti sammála þingflokki mínum í stórum málum, en ég er ekki talsmaður þess flokks, alls ekki, ég er talsmaður sjálfs mín og þeirra kjósenda sem kusu mig.

Ég legg alls ekki til að skerða kjör kennara, alls ekki. Ég legg til að þeir fái svipaðar launahækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði, vegna þess að launakjör þeirra eru bara ekkert svo slæm. Það er reyndar orðin tíska að halda því fram að þessi laun séu slæm og þar af leiðandi verða þau slæm í hugum manna og jafnvel kennara sjálfra. En ég var sjálfur framhaldsskólakennari og ég þekki fríin, ég þekki fríin sem eru þar. Það eru endalaus frí.