2000-12-01 02:55:36# 126. lþ. 37.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 126. lþ.

[26:55]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef í sjálfu sér ekki miklu að bæta við það sem ég sagði áðan um þetta mál. Ég endurtek að hér er ekki um neina grundvallarstefnubreytingu að ræða enda er mjög stór hluti af skólakerfinu rekinn af ríkisvaldinu. Ekki er um neina grundvallarbreytingu að ræða á þeirri stefnu. Til eru skólar sem eru reknir af sjálfseignarstofnunum, það eru vinsælir skólar eins og m.a. sá skóli sem ég stundaði nám í á sínum tíma fyrir löngu. Það var skóli sem var rekinn af samvinnuhreyfingunni sem var þá fyrirtæki og við borguðum þar skólagjöld. Það er ekkert nýtt í þessu efni, engin grundvallarbreyting þó að þessi fjárveiting sé þarna inni. Það er alveg ljóst.