Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:09:45 (2568)

2000-12-04 11:09:45# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:09]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Samfylkingin situr hjá við tillögu um útgjaldaaukningu við lið 01-101 Aukning rekstrarkostnaðar. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að spara og hefja sparnað hjá æðstu yfirstjórn. Það er ekki gert og ekki gerð nein tilraun til þess. Því situr Samfylkingin hjá við þennan og næsta lið.