Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:12:44 (2570)

2000-12-04 11:12:44# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:12]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér leggur Vinstri hreyfingin -- grænt framboð til 150 millj. kr. fjárveitingu til byggingar Náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. Sannast sagna hefur þar ekki verið staðið sómasamlega að málum. Nú er nauðsynlegt að taka þar hressilega á ef ekki á að taka áratugi að ljúka þessari byggingu. Aðstöðuleysi háskólanema er forkastanlegt og þess vegna segja þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs já.