Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:19:33 (2573)

2000-12-04 11:19:33# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:19]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Við leggjum til 300 millj. kr. viðbótarfjármagn til framhaldsskólanna en ljóst er að skólarnir verða ekki reknir nema til komi viðbótarfjármagn. Við verðum áþreifanlega vör við að ekki er hægt að manna skólana nema aukið fjármagn komi til sögunnar.

Við gerum okkur grein fyrir því að þetta viðbótarfjármagn, 300 millj., hrekkur ekki til til að búa megi að skólunum svo viðunandi sé en við viljum gefa Alþingi tækifæri til að sýna vilja sinn í verki. Þessir peningar eiga ekki að fara í einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar. Ef draumar ríkisstjórnarinnar og draumar hæstv. menntmrh. Björns Bjarnasonar verða að veruleika í þeim efnum, þá mun það snúast upp í martröð íslensku þjóðarinnar og gegn því viljum við sporna. Þetta viðbótarfjármagn á hins vegar að fara til að efla skólastarfið og gæti orðið til þess að stuðla að lausn þeirra viðkvæmu og erfiðu verkfallsdeilu sem nú er háð.