Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:22:00 (2574)

2000-12-04 11:22:00# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:22]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Forsvarsmenn Námsgagnastofnunar komu á fund hv. menntmn. á dögunum og tjáðu nefndinni að núverandi fjárveitingar stofnunarinnar dygðu varla til endurprentunar á því námsefni sem til væri í landinu. Ekki væri neitt fjármagn til gerðar nýs námsefnis sem þó væri rík þörf fyrir, m.a. vegna breytinga á lögum og nýrrar námskrár.

Það er ljóst að þær 20 millj. sem hér er lagt til að bætt verði við fjárframlög til námsgagnagerðar duga skammt til að koma út því námsefni sem grunnskólar í landinu þarfnast sárlega og bíða í ofvæni eftir. Því þarf að taka betur á en hér er lagt til, herra forseti. Ég greiði atkvæði með þessari tillögu.