Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:26:39 (2576)

2000-12-04 11:26:39# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:26]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegur forseti. Hér er um mannréttindamál að ræða og mikið baráttumál heyrnarskertra að fá íslenskt efni í sjónvarpi textað og þá erum við að tala um ríkissjónvarpið, herra forseti. Okkur finnst það sjálfsögð skylda ríkissjónvarpsins að standa undir kostnaði við að texta fréttir og annað innlent sjónvarpsefni fyrir heyrnarskerta. Meðan slíkt er ekki gert búa heyrnarskertir við mannréttindabrot.

Við leggjum til að í þennan lið fari 10 millj. kr. einungis til þess að koma verkefninu af stað. Ég segi já.