Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:39:58 (2581)

2000-12-04 11:39:58# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:39]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði verulega auknum fjárveitingum til landshlutabundinnar skógræktar. Það er í sjálfu sér hið besta mál og ég greiði þessu atkvæði. En ég vil minna á það að hér fer fram skógrækt út um allt land án þess að gert hafi verið umhverfismat, stórfelld skógrækt sem breytir vistkerfinu að hluta án þess að umhverfismat hafi verið gert.

Ég vil vekja athygli á þessu og minna á þetta, hæstv. forseti.