Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:52:28 (2585)

2000-12-04 11:52:28# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:52]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Samfylkingin leggur til að erfðafjárskatturinn skili sér að fullu til Framkvæmdasjóðs fatlaðra enda er það markaður tekjustofn til sjóðsins. Auk þess eru lagðar til 25 millj. kr. til viðbótar í stofnkostnað til hvíldarheimilis fyrir geðsjúk börn en engin úrræði eru til staðar fyrir þau börn og foreldra þeirra. Ég minni á að erfðafjárskatturinn er markaður tekjustofn til Framkvæmdasjóðs fatlaðra og í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur sjóðurinn verið skertur um á annan milljarð með því að erfðafjárskatturinn hefur ekki skilað sér.