Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 11:59:53 (2590)

2000-12-04 11:59:53# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[11:59]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Fjölmargir aldraðir og öryrkjar búa við sára neyð. Samfylkingin leggur því til að 2 milljörðum kr. verði varið til að standa straum af fyrsta áfanga sérstakrar afkomutryggingar fyrir aldraða og öyrkja en enginn einn hópur hefur verið hlunnfarinn jafnmikið í góðæri liðinna ára og þessi hópur. Þessari aðför að öldruðum og öryrkjum mótmælum við harðlega. Við í Samfylkingunni leggjum til að málefni lífeyrisþega verði sett í forgang með því að koma á sérstakri afkomutryggingu til að bæta kjör þeirra.