Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:16:07 (2597)

2000-12-04 12:16:07# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:16]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um sérstakt gæluverkefni viðskrn. og Verslunarráðs Íslands. Til stendur að búa til svokölluð alþjóðleg viðskiptafélög sem greiði 5% tekjuskatt í stað 30% sem fyrirtækjum er almennt gert að greiða. Þau verði undanþegin stimpilgjöldum og eignarskatti. Þegar upp verður staðið mun hafa verið varið til þessa gæluverkefnis 45 millj. kr.

Hér erum við á gráu svæði að mati OECD. Það hefur m.a. verið upplýst af hæstv. viðskrh. í umræðum í þinginu. Hér gefst Alþingi kostur á því að ganga út af þessu gráa svæði og leggja til hvíldar þessi gæluverkefni viðskrn. og Verslunarráðs Íslands.