Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:18:03 (2598)

2000-12-04 12:18:03# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:18]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég tek eftir því að þessi brtt. meiri hlutans felur í sér allmyndarlega hækkun á fjárveitingu til Hagstofu Íslands vegna þjóðskrárinnar og skráningarhalds þar. Það er spurning hvort hæstv. forsrh. gæti þá upplýst við umræðuna hvort hækkunin sé vegna fyrirhugaðs flutnings verkefna á vegum Hagstofunnar út á land. Ólafsfjörður hefur sérstaklega verið nefndur í því skyni því að við mundum auðvitað styðja með sérstakri ánægju þessa hækkun til Hagstofunnar ef svo væri.