Fjárlög 2001

Mánudaginn 04. desember 2000, kl. 12:22:08 (2602)

2000-12-04 12:22:08# 126. lþ. 38.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 126. lþ.

[12:22]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Hér er um að ræða tillögu þar sem Vinstri hreyfingin -- grænt framboð gerir ráð fyrir að þjóðgarðar og friðlýst svæði, þ.e. ferðamannastaðir okkar sem eru fjölsóttir, fái 100 millj. kr. aukaframlag á sömu nótum og óskað var eftir því fyrr í umræðunni að Ferðamálaráð Íslands fengi 100 millj. til að sjá til þess að ferðamannastaðirnir okkar gætu borið þann ferðamannastraum sem þangað sækir.

Sömuleiðis er gert ráð fyrir því að til Náttúruverndar ríkisins sé veitt framlag til þess að standa við gerð náttúruverndaráætlunar sem leggja á fyrir þingið árið 2002. Ekki eru nægir fjármunir settir í það verkefni. Sömuleiðis er gert ráð fyrir í tillögunni að Hollustuvernd ríkisins fái aukið framlag upp á 50 millj. og Skipulagsstofnun 10 millj. til að standa við gerð lögbundinna landshlutaáætlana.